Úrskurður aganefndar 16. nóvember 2021

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

  • Einar Þorsteinn Ólafsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Vals og FH í Olís deildar karla þann 10.11. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c).  Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
  • Hjörtur Ingi Halldórsson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK og Selfoss í Olís deildar karla þann 10.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Brynjar Jökull Guðmundsson leikmaður Vængir Júpíters hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar U og Vængja Júpíuters í Grill66 deild karla þann 12.11.2021.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Matthildur Lilja Jónsdóttir leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV U og ÍR í Grill 66 deild kvenna þann 13.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar
  • Roberta Strope leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Selfoss og FH í Grill66 kvenna þann 14.11. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c).  Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
  • Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdarstjóra HSÍ vegna framkomu forsvarsmans og áhorfanda Harðar í leik ÍR og Harðar í Grill 66 deild karla 13. nóvember. Í skýrslunni kom fram að forsvarsmanni Harðar hafi verið vísað úr húsi af dómara vegna ósæmilegrar framkomu. Með vísan til 4. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar mun aganefnd leita umsagnar Harðar áður en úrskurðað verður í málinu. Handknattleiksdeild Harðar er því gefinn frestur til kl.12.00, föstudaginn 19. nóvember til að skila inn greinargerð vegna málsins.
  • Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdarstjóra HSÍ vegna framkomu þjálfar ÍR eftir leik ÍR og Harðar í Grill 66 deild karla 13. nóvember. Í erindinu er vísað í viðtal við þjálfara ÍR eftir leik þar sem kom fram ummæli sem að mati framkvæmdarstjóra er óíþróttamannsleg og skaða ímynd handknattleiksíþróttarinnar, þar sem vegið er að heiðarleika dómara leiksins. Með vísan til 4. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar mun aganefnd leita umsagnar ÍR áður en úrskurðað verður í málinu. ÍR er því gefinn frestur til kl.12.00, föstudaginn 19. nóvember til að skila inn greinargerð vegna málsins.
  • Heimir Óli Heimisson leikmaður Haukar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og ÍBV í Olís deildar karla þann 15.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Darri Aronsson leikmaður Hauka fær sína þriðju tveggja mín brottvísun á 58.57. þjálfari ÍBV leikhlé 59.59 á klukkunni og þessi umræddi leikmaður Hauka hleypur inn á völlinn til að fagna.  hann er búinn að fá útilokun frá leik og æðir síðan inn á völlinn áður en leiktími er úti. Vísað er í Leikreglur IHF – Útgefnar 2016 Regla 16:8
  • Ólafur Gústafsson leikmaður KA hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar og KA í Olís deildar karla þann 15.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Aganefnd barst skýrsla eftirlitsdómara í leik Hauka og ÍBV í Olís deild karla þann 15.11.2021. Í skýrslunni er atvikum lýst með þeim hætti að Darri Aronsson, leikmaður Hauka fékk sína þriðju tveggja mín brottvísun og útilokun þegar 58 mínútur og 57 sekúndur voru liðnar af leiknum. Þegar 1 sekúnda var eftir var eftir af leiknum tók þjálfari ÍBV leikhlé og hljóp þá framangreindur leikmaður Hauka inn á völlinn til að fagna. Samkvæmt leikreglum IHF, útgáfa 2016, skulu útilokaðir leikmenn yfirgefa völlinn og skiptisvæði strax og gildir útilokun þar til leiktíma er lokið (Regla 16:8). Enn fremur segir í reglunum að ekki er mögulegt að ákvarða frekari refsingar í leiknum gagnvart viðkomandi leikmanni og á það einnig við þegar útilokaður leikmaður fer inn á völlinn. Aganefnd telur því að umrædd háttsemi geti af nefndinni aðeins verið tekin til skoðunar sem mögulegt brot á 12. gr. Reglugerðar HSÍ um agamál sem kveður á um refsingu fyrir brot framin utan vallar og útilokun með skýrslu verði ekki við komið. Af knappri málsatvikalýsingu í skýrslu eftirlitsdómarans að dæma hljóp hinn útilokaði leikmaður inn á völlinn þegar vallarklukkan gall vegna leikhlés ÍBV og leikmaður stóð í þeirri trú að leiktíma var lokið í skilningi framangreindrar reglu 16:8. Eins og málið horfir við aganefndinni er ekki tilefni til að aðhafast vegna þessarar háttsemi og verður leikmanninum ekki gerð refsing fyrir þetta. Rétt er þó að taka fram að augljóst er að standa hefði mátt betur að framkvæmd leiksins og brýnt er fyrir fyrirsvarsmönnum liða og ábyrgðarmönnum leikja að leikreglum IHF sé fylgt við útilokun leikmanna og umgjörð leikja almennt.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Arnar Kormákur Friðriksson, Sverrir Pálmason og Arnar Þór Sæþórsson.

Hægt er að sjá úrskurðinn hér.