Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1. Agaskýrsla barst aganefnd frá dómurum í leik Aftureldingar og FH í Mfl.ka. 14.04.2016 vegna óíþróttamannslegrar framkomu Einars Andra Einarssonar starfsmanns A hjá Aftureldingu gagnvart dómurum eftir að leik lauk. Ekki var við komið að sýna honum rautt spjald en Aftureldingu tilkynnt í morgun að agaskýrsla hefði borist. Við gerð úrskurðar er stuðst við reglu 8.10a og 16.11 í leikreglum.

Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

2. Agaskýrsla barst aganefnd frá dómurum í leik Aftureldingar og FH í Mfl.ka. 14.04.2016 vegna óíþróttamannslegrar framkomu Halldórs Jóhanns Sigfússonar starfsmanns A hjá FH gagnvart dómurum eftir að leik lauk. Ekki var við komið að sýna honum rautt spjald en FH tilkynnt í morgun að agaskýrsla hefði borist. Við gerð úrskurðar er stuðst við reglu 8.10a og 16.11 í leikreglum.

Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann

Fleiri mál lágu ekki fyrir. 

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson.

Úrskurðurinn tekur þegar gildi.