Aganefnd HSÍ | Úrskurður 15.12. ’21

Úrskurður aganefndar 15. desember 2021

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

  1. Stevce Alusovski þjálfari Þór hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Þórs og Vals U í Grill 66 deild karla þann 11.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var Hkd. Þórs gefið tækifæri til að skila inn greinargerð vegna málsins sem hefur borist. Aganefnd hefur yfirfarið gögn málsins og komist að þeirri niðurstöðu að umræddur þjálfari hafi haft í hótunum við dómara leiksins. Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál og að teknu tilliti til gagna málsins, þ.m.t. andmæla er fram komu í greinargerð Hkd. Þórs, er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í 2 leikja bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.“

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Arnar Kormákur Friðriksson, Arnar Þór Sæþórsson og Sverrir Pálmason.