Úrskurður aganefndar 13. nóvember 2018



Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1.
Leikbroti Friðriks Svavarssonar leikmanns Akureyrar í leik Gróttu og Akureyrar í mfl. ka. þann 4.11. 2018 var vísað til aganefndar af framkvæmdastjóra HSÍ í samræmi við 6. reglugerð HSÍ um agamál. Aganefnd barst greinargerð frá Akureyri vegna málsins. Með tilvísun í 20. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann, að teknu tilliti til stighækkandi áhrifa. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

2.
Roland Eradze þjálfari FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik FH og Vals U í mfl. kv. þann 7.11.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

3.
Adam Haukur Baumruk leikmaður Haukaa hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik KA og Hauka í mfl. ka. þann 8.11. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það því niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

4.
Steinar Dúi Jónsson leikmaður Fjölnis/Fylkis 2 hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Stjörnunnar og Fjölnis/Fylkis í 3fl. ka. þann 10.11.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann en að öðru leyti er málinu frestað til næsta fundar aganefndar í samræmi við 3. grein sömu reglugerðar. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

5.
Svavar Kári Grétarsson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram og ÍR í mfl. ka. þann 11.11. 2018. Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spjaldið því dregið tilbaka. Niðurstaða aganefndar er því að ekki skuli aðhafst frekar í málinu og spjaldið mun því ekki gilda ef kemur til ítrekunaráhrifa vegna rauðra spjalda.

6.
Andri Heimir Friðriksson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram og ÍR í mfl. ka. þann 11.11. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það því niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

7.
Katrín Hallgrímsdóttir leikmaður Víkings hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Víkings og FH í mfl. kv. þann 12.11. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það því niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

8.
Fanney Ösp Finnsdóttir leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍR og Gróttu í mfl. kv. þann 12.11. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 15. nóvember 2018.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.