Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:

1. Stjórn HSÍ hefur vísað til aganefndar í samræmi við 6.kafla „Reglugerðar HSÍ um agamál atviki sem kom upp í leik FH og Fram í bikarkeppni mfl. ka. 8. feb. 2018. Jafnframt hefur aganefnd kynnt sér upptöku af atvikinu í samræmi við 5.gr. fyrrgreindrar reglugerðar. Aðilum málsins sem og dómurum hefur verið gefinn kostur á að skila inn greinargerð. Í greinargerð dómara kemur fram að hvorki þeir né eftirlitsmaður sáu atvikið. Greinargerð barst jafnframt frá FH. Af upptöku frá leiknum er ljóst að atvikið var með þeim hætti að eftir að hafa skorað mark og á leið í vörn slær Jóhann Birgir Ingvarsson leikmaður FH með hendi milli fóta leikmanns Fram og liggur hann óvígur eftir. Þó höggið virðist ekki hafa verið þungt er ljóst að leikmaðurinn sló annan leikmann af ásetningi og afleiðingar urðu allnokkrar. Niðurstaða aganefndar er að Jóhann Birgir Ingvarsson leikmaður FH er úrskurðaður í eins leiks bann.

2. Hákon Daði Styrmisson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik Hauka og Vals í M.fl.ka. 08.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson. 

Úrskurðurinn tekur gildi kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 15.02. 2018.