Úrskurður aganefndar 12. maí 2023

Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:

Igor Kopyshynskyi leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Aftureldingar og Hauka í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 11. maí 2023.

Í agaskýrslu dómara sem liggur frammi fyrir aganefnd, kemur fram að við skoðun á framangreindu atviki á myndbandsupptöku á meðan leik stóð, hafi ekki verið mögulegt að skoða öll sjónarhorn af atvikinu. Við nánari skoðun á myndbandsupptökum, að leik loknum,  þar sem annað sjónarhorn var skoðað var það mat dómara að leikmaður Aftureldingar hafi ekki gerst brotlegur skv. reglu 8.10 c). Samkvæmt agaskýrslu dómara var útilokun leikmannsins því dregin til baka þar sem ákvörðunin hafi verið röng.

Í samræmi við framangreint er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar í málinu.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson