Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1. Áki Egilsnes leikmaður KA hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik ÍBV u og KA í M.fl.ka. 08.12.2017. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5a. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

2. Sverrir Pálsson leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik Fjölnis og Selfoss í M.fl.ka. 10.12.2017. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5c. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

3. Andri Berg Haraldsson leikmaður Fjölnis hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik Fjölnis og Selfoss í M.fl.ka. 10.12.2017. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

4. Alexander Arnarsson starfsmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik HK og Víkings í M.fl.ka. 11.12.2017. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

5. Þorvaldur Snær Sigurðsson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik HK og Víkings í M.fl.ka. 11.12.2017. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5b. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.

Úrskurðurinn tekur gildi kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 14.12. 2017.