Úrskurður aganefndar 11. september 2018

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1.
Birkir Benediktsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Stjörnunnar og Aftureldingar í mfl. ka. þann 9.9. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

2.
Magnús Öder Einarsson leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Gróttu í mfl. ka. þann 9.9. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

3.
Leonid Mykhailiutenko leikmaður Akureyrar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik KA og Akureyrar í mfl. ka. þann 10.9. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.