Úrskurður aganefndar 11. október 2022

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

Ísak Óli Eggertsson leikmaður KA U hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik HK og KA U í Grill 66 deild karla þann 07.10.2022.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c).  Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

Josip Vekic leikmaður Þórs hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Þórs og Fram U í Grill 66 deild karla þann 08.10.2022.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b).  Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Hörður Flóki Ólafsson starfsmaður Þórs hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Þórs og Fram U í Grill 66 deild karla þann 08.10.2022.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a).  Er það mat aganefndar að brot starfsmannsins verðskuldi lengra bann en 1 leik. Mun aganefnd tilkynna skrifstofu HSÍ um málið, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Málinu er frestað um sólarhring með hliðsjón af 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Þann 10. október 2022 barst aganefnd erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna leikbrota Úlfs Gunnars Kjartanssonar, í leik KA og ÍR í Olís deild karla er fram fór þann 6. október 2022.

Óskað var eftir greinargerð frá ÍR, sem hefur borist. Aganefnd hefur kynnt sér myndbandsupptökur og ljósmyndir af atvikunum.

Aganefnd telur sér heimilt að aðhafast vegna þessa máls og að atvikin feli í sér leikbrot sem skaðað geti ímynd handknattleiksíþróttarinnar í skilningi 6. kafla reglugerðarinnar. Aganefnd telur brot leikmannsins verðskulda lengra bann en 1 leik. Mun aganefnd tilkynna skrifstofu HSÍ um málið, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Málinu er frestað um sólarhring með hliðsjón af 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Arnar Kormákur Friðriksson, Ágúst Karl Karlsson og Sverrir Pálmason.