Úrskurður aganefndar 07. maí 2024

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

  1. Carlos Martin Santos þjálfari Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar eftir leik Selfoss U – ÍH í 2.karla karla þann 30.04.2024. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Er það mat aganefndar, með vísan til skýrslu dómara, að brotið kunni að verðskulda lengra bann en 1 leik. Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar málinu er frestað um sólarhring til að gefa félaginu færi á að skila athugasemdum sínum til skrifstofu HSÍ fyrir kl.16.00, miðvikudaginn 08. maí með tilvísun í 3.gr ofangreindar reglugerðar.
  2. Erindi barst frá framkvæmdastjóra HSÍ þar sem hegðun stuðningsmanna ÍBV í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla var vísað til aganefndar. Með vísan til 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var Handknattleiksdeild ÍBV gefið færi á að skila inn athugasemdum sínum. Athugasemdir bárust frá ÍBV fyrir fundinn.
    Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.
    Með vísan til alls framangreinds, og mikilvægi íþróttamannslegrar háttsemi jafnt utan vallar sem innan, telur aganefnd að mál þetta varði sektum gagnvart handknattleiksdeild ÍBV. Telur aganefnd með hliðsjón af atvikum málsins að sú sekt sé hæfilega ákvörðuð að fjárhæð kr. 25.000,- vegna þessa.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson