Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:

1. Eyvindur Hrannar Gunnarsson leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Selfoss í M.fl.ka. 28.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

2. Andri Berg Haraldsson leikmaður Fjölnis hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fjölnis og Fram í M.fl.ka. 28.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

3. Kristín Arndís Ólafsdóttir leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Víkings og Vals U í M.fl.kv. 03.03.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.