Úrskurður aganefndar 05. desember 2023

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

Úlfur Gunnar Kjartansson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik Hauka og Fram í Olís deild karla þann 30.11.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 b). Er það mat aganefndar að brotið kunni að verðskulda lengra bann en 1 leik og að málinu sé frestað um sólarhring til að gefa félaginu færi á að skila athugasemdum sínum til skrifstofu HSÍ.

Sara Rún Gísladóttir leikmaður Fram U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka U og Fram U í Grill 66 deild kvenna þann 02.12.2023.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a).  Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson