Úrskurður aganefndar þriðjudaginn 4.apríl 2017.

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1. Á síðasta fundi aganefndar var máli vegna atviks eftir leik Stjörnunnar U og KR í M.fl.ka. 24.03.2017 frestað til næsta fundar og Stjörnunni gefinn kostur á að skila inn greinargerð. Greinargerð hefur borist frá Stjörnunni. Ljóst má vera á skýrslu dómara og greinargerð Stjörnunnar að mistök voru gerð af beggja hálfu eftir leikinn. Dómarar hefðu í þessu tilfelli átt að fara beint til síns búningsklefa og láta leikritara koma með skýrsluna þangað í stað þess að dvelja við tímavarðarborðið. Heimaliðinu ber að sjá til þess að dómarar verði ekki fyrir aðkasti meðan á leik stendur eða eftir leik. Lýsing málsatvika er um margt óljós, þó er óumdeilt að mati aganefndar að framkoma eins af forystumönnum Stjörnunnar var vítaverð í skilningi 17.gr. Reglugerðar HSÍ um agamál. Breytir þar engu þó svo með réttu hefðu dómarar leiksins átt að fara beint til síns búningsklefa. Með hliðsjón af framangreindu er það niðurstaða aganefndar að Stjarnan skuli greiða kr. 25.000 til HSÍ í samræmi við framangreint reglugerðarákvæði.

2. Heimir Óli Heimisson leikmaður Hauka fékk útilokun með skýrslu vegna brots í leik Hauka og FH í M.fl.ka. 29.03 2017. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

3. Valþór Atli Guðrúnarson leikmaður ÍR fékk útilokun með skýrslu vegna brots í leik Þróttar og ÍR í M.fl.ka. 31.03 2017. Að athuguðu máli telja dómarar að brotið hafi verið samkvæmt reglu 8:5 og því ekki útilokun með skýrslu. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá.

4. Kristín Guðmundsdóttir leikmaður Vals fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik Stjörnunnar og Vals í M.fl.kv. 1.04 2017. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann

5. Hákon Bridde starfsmaður HK fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurum eftir leik KA/Þórs og HK í M.fl.ka. 01.04.2017. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Sverrir Pálmason. 

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 06.apríl.