Úrskurður aganefndar 3. maí 2024

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

  1. Gísli Rúnar Jóhannsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í Vals og Aftureldingar í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 02.05.2024. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  2. Einar Jónsson þjálfari Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar í leik Fram og Hauka í úrslitakeppni Olís deildar kvenna þann 01.05.2024. Með úrskurði aganefndar dags. 02.05.2024 var þjálfaranum gerð refsing, einn leikur í bann, en frekari meðferð málsins frestað til dagsins í dag. Nefndinni barst greinargerð frá Fram. Nefndin hefur kynnt sér myndbandsupptökur af atvikinu og einnig var kallað eftir greinargerð frá eftirlitsmanni leiksins. Ljóst er framganga þjálfarans var mjög ógnandi og ódrengileg. Þá þurfti gæslumaður að skerast í leikinn og fjarlægja þjálfarann í tvígang, bæði eftir útilokun og að leik loknum. Niðurstaða aganefndar er sú að ákvarða þjálfaranum 1 leiks bann til viðbótar við það sem ákveðið var á fundi nefndarinnar 02.05.2024, tvo leiki alls.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson