Það verður Afturelding sem mætir Val í úrslitum FÍ deildarbikar karla en liðið sigraði ÍR 26-20 í undanúrslitum í Strandgötu.

Staðan í hálfleik var 13-10 Aftureldingu í vil.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiks meiddist Björgvin Hólmgeirsson og komst þá Afturelding í forystu sem þeir létu ekki af hendi.

Úrslitaleikur Vals og Aftureldingar hefst á morgun kl.15.00 í Strandgötu.