Afrkeshópur HSÍ hefur verið valinn og leikur gegn Degi Sigurðssyni og félögum frá Japan í Laugardalshöll fimmtudaginn 4. janúar kl. 19.30.

Hópinn skipa þeir leikmenn sem hafa skarað fram úr í Olísdeild karla á tímabilinu og eru sumir hverjir farnir að berja fast á dyrnar hjá A-landsliðinu. Þjálfari liðsins og sá sem velur hópinn er Einar Guðmundsson, íþróttastjóri HSÍ.

Framtíðinn er björt í handboltanum og það verður virkilega gaman að sjá Afrekshóp HSÍ gegn japanska landsliðinu á fimmtudag.

Miðaverði er stillt í hóf og er aðeins 1.000 kr.

Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Miðasala hér.

Afrekshópurinn er eftirfarandi:

Markverðir

Grétar Ari Guðjónsson, ÍR

Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram

Vinstri hornamenn

Hákon Daði Styrmisson, Haukar

Vignir Stefánsson, Valur

Hægri hornamaður

Óðinn Þór Ríkharðsson, FH

Línumenn

Ágúst Birgisson, FH

Atli Ævar Ingólfsson, Selfoss

Hægri skyttur

Teitur Örn Einarsson, Selfoss

Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir

Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram

Vinstri skyttur

Daníel Þór Ingason, Haukar

Egill Magnússon, Stjarnan

Ísak Rafnsson, FH

Miðjumenn

Elvar Örn Jónsson, Selfoss

Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH

Aron Dagur Pálsson, Stjarnan