Á undanförnum vikum hafa átt sér stað viðræður milli Handknattleikssambands Íslands og Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara karla um áframhaldandi samstarf og hefur verið gert samkomulag við hann til næstu tveggja ára um þjálfun karlalandsliðsins. 

Jafnfram munu þeir Gunnar Magnússon og Ólafur Stefánsson starfa áfram sem aðstoðarþjáfarar karlalandsliðsins.