Alexander Petersson náði í kvöld þeim glæsilega áfanga í magnaða sigurleiknum á Dönum að skora sitt 700. mark fyrir landsliðið.
Áfanganum náði Alexander þegar hann kom liðinu yfir, 24:23, þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Hann bætti síðan einu marki við eftir þetta og skoraði alls fimm mörk. Þar með eru EM-mörkin hans orðið 92.

Til hamingju Alexander.

#strakarnirokkar

#handbolti

#ehfeuro2020

#dreamwinremember