Axel Stefánsson þjálfari A landsliðs kvenna hefur kallað eftirfarandi leikmenn til æfinga vegna landsliðsverkefna í maí og júní. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 20.maí nk. og mun liðið æfa saman hér á landi til 27. maí. Þá heldur liðið til Noregs þar sem stelpurnar okkar leika við B-lið Noregs þann 28. maí.  Liðið heldur til Spánar eftir leikinn í Noregi en stelpurnar okkar leika við Spánverja þar ytra 31. maí í fyrri leik í umspils um sæti á HM í desember. Síðari leikurinn við Spánverja fer fram fimmtudaginn 6.júní í Laugardagshöll.

Elías Már Halldórsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Axels Stefánssonar, hefur óskað eftir því að láta af störfum sínum sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna anna og aukinna verkefna í nýju starfi hans hjá Handknattleiksdeild HK. HSÍ vill þakka Elíasi fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.Óskar Bjarni Óskarsson mun taki við starfi hans tímabundið og aðstoða Axel Stefánsson í komandi verkefni. HSÍ býður Óskar Bjarna Óskarsson velkominn til starfa en Óskar hefur áður starfað með karlalandsliði Íslands sem aðstoðarþjálfari.

Æfingahópurinn er þannig skipaður eftir stöðum og í stafrófsröð:


Markmenn:


Elín Jóna Þorsteinsdóttir 18/0

Erla Rós Sigmarsdóttir 4/0

Hafdís Renötudóttir 23/1


Vinstra horn:


Sigríður Hauksdóttir 9/16

Stefanía Theodórsdóttir 13/12


Vinstri skytta:


Andrea Jacobsen 15/13

Helena Rut Örvarsdóttir 32/69

Lovísa Thompson 17/28

Ragnheiður Júlíusdóttir 25/24

Leikstjórnendur:


Ester Óskarsdóttir 26/19

Eva Björk Davíðsdóttir 30/22

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 30/60

Karen Knútsdóttir 95/336

Sandra Erlingsdóttir 1/4

Hægri skytta:


Birna Berg Haraldsdóttir 53/112

Thea Imani Sturludóttir 33/45

Rut Jónsdóttir 89/184


Hægra horn:


Díana Dögg Magnúsdóttir 15/15

Þórey Rósa Stefánsdóttir 99/288


Línumenn:


Arna Sif Pálsdóttir 147/267

Steinunn Björnsdóttir 28/14

Perla Ruth Albertsdóttir 18/23


Starfslið:


Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari

Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari

Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari

Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari

Jóhann Róbertsson, læknir

Þorbjörg Gunnarsdóttir, liðsstjóri.