Guðmundur Guðmundsson og aðstoðarmenn hans hafa ákveðið að kalla þá Bjarka Má Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson til móts við A-landslið karla sem tekur þátt í Gjendsidige Cup í Osló. 

Er þetta gert vegna meiðsla Sigvalda Guðjónssonar og veikinda Stefáns Rafns Sigurmannssonar hjá landsliðinu og fljúga þeir Bjarki og Óðinn til Noregs í fyrramálið. 

Íslenska liðið hefur leik á móti Norðmönnum í kvöld kl. 17.15 og leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV.