Í dag fór fram fyrsti leikur strákana okkar á HM í Þýskalandi og Danmörku og voru Króatar mótherjar okkar að þessu sinni.

Jafnt var með liðum framan af leiknum en þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 14 – 11 fyrir Ísland. Króatar náðu því miður að komast yfir og staðan í hálfleik var 16 – 14.

Króatar náðu í upphafi seinni hálfleiks þriggja marka forustu en Íslenska liðið náði þá frábærum kafla í vörn og sókn og komst í 24 – 22.  Þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var staðan 27 – 26 og ljóst var að síðustu mínúturnar yrðu spennandi. Króatar náðu að lokum að komast yfir og leikurinn endaði 27 – 31.

Leikur strákana okkar í dag var góður og getur liðið borið höfuðið hátt þrátt fyrir tap. Næstu leikur er á sunnudaginn við Spánverja og hefst hann klukkan 18:00 að íslenskum tíma. 



Mörk Íslands í dag skoruðu:
 

Aron Pálmarsson 7, Arnór Þór Gunnarsson 5 þar af 2 úr vítaskotum, Elvar Örn Jónsson 5, Bjarki Már Elísson 4, Ómar Ingi Magnússon 3, Arnar Freyr Arnarsson 2 og Ólafur Guðmundsson 1.

Varin skot:

Björgvin Páll Gústavsson 8 skot þar af 1 vítaskot

Ágúst Elí Björgvinsson 5 skot.