Í dag mættu strákarnir okkar liði Makedóna sem er gríðarlega sterkt lið og þurftu strákarnir okkar á sigri að halda eða jafntefli til að tryggja sér sæti í milliriðli.

Leikurinn í dag var spennandi frá upphafi til enda, Makedónar spiluðu í fyrri hálfleik með 7 menn í sókn og er lið þeirra gríðarlega sterkt. Jafn var með liðum í fyrri hálfleik en í hálfleik var staðan 13 – 11 Makedónum í vil.

Ísland byrjaði vel seinni hálfleikinn og náði Gísli Þorgeir Kristjánsson að minnka muninn í eitt mark. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn 21 – 21. Arnór Þór sem spilaði sinn 100 landsleik í dag skoraði tvö mörk og kom Íslandi í stöðuna 23 – 21. Björgvin Páll spilaði frábærlega í marki Íslands í dag og á lokasprettinum slökkti hann á sókn Makedóníumanna. Að endingu sigraði lið Íslands 24 – 22.



Mörk Íslands skoruðu:


Arnór Gunnarsson 10 og þar af 2 úr vítaskotum, Bjarki Már Elísson 2, Aron Pálmarsson 2, Ómar Ingi Magnússon 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Ólafur Gústafsson 1, Teitur Einarsson 1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Stefán Rafn Sigurmansson 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 14 skot og þar af 1 vítaskot.

Ísland fer áfram í milliriðil og mætir Þýskalandi, Frakklandi og Brasilíu.