Strákarnir okkar mættu Degi Sigurðssyni og Japönum í dag í fjórða leik landsliðsins á riðlakeppni HM en liðið leikur í Munchen.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og fljótlega var staðan 6 – 3 en þá kom góður kafli Japana sem náðu að minnka muninn í 6 – 5. Fyrri hálfleikur endaði svo 13 – 12 fyrir Íslandi.

Seinni hálfleikur byrjaði á því að Japan jafnaði leikinn og þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 21 – 18 fyrir Ísland. Sterk vörn Íslands mest allan leikinn gerði gæfumuninn í dag og tryggði góðan sigur 25 – 21.

Mörk Íslands skoruðu: 

Stefán Rafn Sigurmannsson 5 og þar af eitt úr vítaskoti, Arnór Þór Gunnarsson 5 og þar af tvö mörk úr vítaskotum, Ómar Ingi Magnússon 3, Elvar Örn Jónsson 3, Ólafur Guðmundsson 3, Aron Pálmarsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Sigvaldi Guðjónsson 1, Bjarki Már Elísson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1. 

Björgvin Páll Gústavsson varði 11 skot og þar af eitt vítaskot.