Íslenska karlalandsliðið öttu kappi á laugardag og sunnudag við landslið Brasilíu og Holland á Gjendsidige Cup í Osló. 

Á laugardaginn mættu strákarnir liði Brasilíu byrjaði lið Brasilíu vel í þeim leik en á 7.mínútu náði Ísland í fyrsta skiptið að komast yfir í leiknum og í hálfleik var staðan 17-13 fyrir Íslandi. Í seinni hálfleik náðu Brasilíumenn að komast inn í leikinn og náðu að minnka muninn í eins marks mun. Strákarnir okkar náðu svo að þétta vörnina og leikurinn endaði 33-29.

Mörk Íslands skoruðu:

Guðjón Valur Sigurðsson 7, Ómar Ingi Magnússon 4, Arnór Þór Gunnarsson 4, Aron Pálmarsson 3, Bjarki Már Elísson 3, Elvar Örn Jónsson 3, Ýmir Örn Gíslason 3, Janus Daði Smárason 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Rúnar Kárason 1, Ólafur Guðmundsson 1, Aron Rafn Eðvarðsson 1 mark.

Aron Rafn Eðvarðsson varði 8 skot og Ágúst Elí Björgvinsson 5 og þar af 1 vítaskot. 

Í leiknum á mót Hollandi var jafnræði með liðunum til að byrja með en í lok fyrri hálfleik átti Ísland góðan kafla og náði að leiða í hálfleik 14-12.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleik af krafti og komst liðið fljótlega í fjögra marka forustu. Hollendingar náðu um miðjan seinni hálfleik að minnka muninn í eitt mark. Við það fóru strákarnir okkar í gang  og endaði leikurinn 27-23.

Mörk Íslands skoruðu: 

Arnór Þór Gunnarsson 7, Bjarki Már Elísson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Aron Pálmarsson 2, Elvar Örn Jónsson 2,  Guðjón Valur Sigurðsson 2, Ýmis Örn Gíslason 1, Heimir Óli Heimisson 1, Rúnar Kárason 1, Ólafur Guðmundsson 1 mark.

Björgvin Páll Gústavsson varði 11 skot og þar af 1 vítaskot.