Í dag léku strákarnir okkar sinn síðasta leik á HM 2019 og í dag voru andstæðingar þeirra lið Brasilíu. 

Íslenska liðið byrjaði illa í dag og eftir átta mínútur kom mark frá Bjarka Má Elíssyni og staðan var 1 – 5. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 6 – 10 fyrir Brasilíu. Strákarnir okkar náðu loks að rífa sig í gang og kom góður kafli hjá þeim í framhaldinu og í hálfleik var staðan 15 – 15.

Brassarnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur en Ísland og framan af hálfleiknum leiddi Brasilía með 1 eða 2 mörkum. Ísland náði svo að jafna á 40 mínútur og var það Arnar Freyr Arnarson sem skoraði mark Íslands og staðan orðin 20 – 20. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 24 – 27 og mest náði Brasilía 5 marka forskoti á síðustu mínútum leiksins. Leikurinn endaði svo 29 – 32 fyrir Brasilíu.

Mörk Íslands skoruðu: Elvar Örn Jónsson 7, Ómar Ingi Magnússon 7/5, Sigvaldi Guðjónsson 3, Bjarki Már Elísson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Ólafur Guðmundsson 2, Björgvin Páll Gústavsson 1 og Ólafur Gústafsson 1 mark.

Björgvin Páll Gústavsson varði 8 skot

Ágúst Elí Björgvinsson varði 1 skot.