Skrifstofa HSÍ hefur fengið þau skilaboð frá mótshöldurum í Þýskalandi að sambandið fái ekki fleiri miða á leiki í milliriðla nú um helgina. Eingöngu fengust miðar fyrir fjölskyldur leikmanna íslenska liðsins.

Einhverjir miðar eru ennþá lausir á miðasöluvef mótsins auk þess sem ósóttar pantanir geta komið þar inn þegar nær dregur, því viljum við biðja fólki sem vantar miða að fylgjast vel með þar. Ennþá er eitthvað eftir af miðum miðvikudaginn 23. janúar en þá mætast Ísland og Brasilía í fyrsta leik dagsins.

Vefinn má finna hér: 


https://www.eventim.de/en/artist/ihf-handball-weltmeisterschaft-der-maenner/2019-ihf-handball-wm-der-maenner-koeln-day-ticket-2108527/?affiliate=HBW