Í dag klukkan 19:30 að íslenskum tíma mættu strákarnir okkar liði Þýskalands í fyrsta leik liðsins í milliriðli HM í handbolta. Leikurinn fór fram í Lanxess í Köln og voru áhorfendur 19.250 og uppselt var á leikinn.

Lið Þýskalands leiddi eftir sjö mínútur 5 – 2 og þá kom góður kafli strákanna okkar og komust þeir yfir 5 – 6. Eftir það var jafnræði með liðunum og staðan jöfn 9 – 9 þegar 8 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þjóðverjar náðu svo að fara inn í hálfleikinn með stöðuna 14 – 10.

Í seinni hálfleik spilaði Ísland vel fyrstu 10 mínúturnar og minnkaði muninn í 17 – 15. Þýskaland náði svo að auka forustuna það sem eftir lifði leiks og endaði leikurinn 24 – 19.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Arnþór Gunnarsson 6/2, Aron Pálmarsson 3, Ólafur Guðmundsson 3, Sigvaldi Guðjónsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Bjarki Már Elísson 1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 og Ýmir Örn Gíslason 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 8 skot og þar af 1 vítaskot.