Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur gert tvær breytingar á landsliðshópi Íslands sem heldur í fyrramálið til Norður Makedóníu. Inn í hópinn hafa verið kallaðir þeir Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson í staðinn fyrir Björgvin Pál Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson.

Íslenska landsliðið leikur við lið Norður Makedóníu á sunnudaginn klukkan 18:00 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.