A landslið kvenna | Ungverjar verða mótherjar Íslands

Rétt í þessu lauk drætti til umspili HM 2023 í Ljubljana en Ísland var þar í pottinum eftir góðan sigur hér heima gegn Ísrael í tveimur leikjum í forkeppni HM í byrjun nóvember. HM 2023 fer fram í Danmörku, Svíþjóð og Noregi 30. nóvember – 17. desember en stelpurnar okkar voru í neðri styrkleikaflokknum að þessu sinni.

Ísland dróst í dag gegn Ungverjalandi, leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram í 7.-8 apríl og 11.-12. apríl. Ísland byrjar á heimaleik þar sem það dróst fyrst upp úr kristalskúlunni í dag. Samanlagður árangur í leikjunum tveimur ræður því hvort liðið tryggir sér farseðil á HM 2023.

Eftirfarandi lið mætast í öðrum umspilsleikjum:
Tyrkland – Serbía
Rúmenía – Portúgal
Pólland – Kosovó
Ítalía – Slóvenía
Þýskaland – Grikkland
Sviss – Tékkland
Austurríki – Spánn
Norður Makedónía – Úkraína
Slóvakía – Króatía