A landslið kvenna | Tap gegn Svíum

Stelpurnar okkar töpuðu gegn Svíum í næstsíðasta leik undankeppni EM 2022 að Ásvöllum í kvöld.

Svíar tóku frumkvæðið strax í byrjun en íslensku stúlkurnar börðust eins og ljón og voru aldrei langt undan. Það var ekki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn að sænska liðið náði 5 marka forystu, staðan í hálfleik 12-17.

Jafnræði var með liðunum framan af síðari hálfleik, þrátt fyrir að vera nokkrum mörkum undir gáfu stelpurnar okkar allt í leikinn. Þegar upp var staðið höfðu þær sænsku 6 marka sigur, 23-29.

Markaskorarar Íslands:
Rut Jónsdóttir 6, Unnur Ómarsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Sandra Erlingsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Lovísa Thompson 2 og Hildigunnur Einarsdóttir 1.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 7 skot og Hafdís Renötudóttir varði 4 skot.

Þrátt fyrir tap í kvöld leika stelpurnar okkar úrslitaleik við Serba í síðustu umferð undankeppninnar. Íslenska liðið þarf sigur í Serbíu til að tryggja sér sæti á EM í nóvember. Leikurinn fer fram á laugardag kl. 16:00, við minnum á beina útsendingu á RÚV.