Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag 29-23 gegn Norðmönnum í Osló.

Stelpurnar okkar fóru illa af stað og eftir norska liðið hafði skorað fyrstu fimm mörk leiksins tók Axel Stefánsson, þjálfari íslenska liðsins leikhlé. Eftir það sótti íslenska liðið jafn og þétt í sig veðrið og þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik var staðan 11-11.

Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks en á lokamínútunum var það norska liðið sem var sterkara og landaði 6 marka sigri, 29-23.

Markaskorarar Íslands:

Arna Sif Pálsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Lovísa Thompsson 4, Thea Imani Sturludóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Ragnheiður Júlíusdóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1 og Eva Björk Davíðsdóttir 1.

Stelpurnar okkar fara til Makedóníu á miðvikudag í næstu viku og keppa þar í undankeppni HM, nánar um það á næstu dögum.