Stelpurnar okkar léku seinsta leikinn í forkeppni HM gegn Makedóníu í dag. Til að tryggja sæti í umspilinu í júní á næsta ári mátti tapa með allt að 6 marka mun.

Íslenska liðið fór illa af stað og lendi 7 mörkum undir í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir ágætan kafla undir lok hálfleiksins þá hafði Makedónía 4 marka forystu þegar gengið var til búningsklefa, 15-11.

Stelpunum okkar gekk illa að minnka muninn í seinni hálfleik og þegar stutt var eftir af leiknum hafði Makedónía átta marka forystu. En þá skoruðu þær íslensku tvö mörk á stuttum tíma og leikurinn því galopinn á nýjan leik. En það var skytta Makedóníu sem skoraði með langskoti í blálokin með skoti fyrir utan punkta línu og tryggði þeim sigur, 27-20.

Þetta þýðir það Ísland, Makedónía og Austurríki enda öll jöfn með 4 stig í riðlinum en þar sem íslenska liðið var með lélegasta innbyrðismarkahlutfallið milli þessara liða endar liðið í 3. sæti riðilsins og kemst ekki áfram í umspilið um laust sæti á HM.

Mörk Íslands í leiknum:

Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 5, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Steinunn Hansdóttir 1.

Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 11 skot í markinu og Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 7 skot.