Stelpurnar okkar léku í dag sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2020 er þær mættu Króatíu í Osijek.

Leikar enduðu 29:8 en í hálfleik var staðan 14:3 fyrir Króatíu. 

Mörk Íslands skoruðu Karen Knútsdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1 og Hildigunnur Einarsdóttir 1 mark.

Íris Björk Símonardóttir varði 3 skot og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 2 skot.

Stelpurnar okkar mæta heimsmeisturum Frakklands á sunnudaginn á Ásvöllum og er frítt inn á leikinn í boði KFC. Stelpurnar okkar eru staðráðnar að gera betur á sunnudaginn en í dag og því mikilvægt að stuðningur áhorfenda verði góður á Ásvöllum.