Kvennalandsliðið tapaði í kvöld 23-20 fyrir Hollandi í fyrri vináttulandsleik þjóðanna en íslenska liðið er þessa vikuna í æfingarbúðum í Hollandi.

Staðan í hálfleik var 10-8 Hollandi í vil.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur en Holland var þó alltaf skrefinu á undan. Íslenska liðið byrjaði illa í síðari hálfleik og náði Holland forystu 15-8 en þá kveiknaði á íslenska liðinu sem náði að minnka muninn í 17-15 eftir um 15 mínútna leik í sinni hálfleik. En nær komust stelpurnar ekki og Holland landaði 3 marka sigri.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu:

Helena Rut Örvarsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Karen Knútsdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Rut Jónsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og Hildigunnur Einarsdóttir 1.

Hafdís Renötudóttir átt frábæran leik í markinu og varði 16 bolta.

Liðin mætast aftur á morgun kl.14.30.