Í dag fór fram á Ásvöllum fyrsti heimaleikur stelpnanna okkar í undankeppni EM 2020 í handbolta og voru andstæðing Íslands heimsmeistarar Frakklands.

Stelpurnar okkar voru sannfærðar að bæta um betur fyrir ófarirnar gegn Króatíu og mætu sterkar til leiknum í dag. Staðan í hálfleik var 10 – 13. Í upphafi síðari hálfleiks náðu stelpurnar okkar að jafna leikinn í 13 – 13. Leikurinn endaði með sigri heimsmeistara Frakka 17 – 23.

Markaskorarar Íslands:

Karen Knútsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 3, Rut Jónsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 1 og Helena Rut Örvarsdóttir 1.

Íris Björk Símonardóttir varði 13 skot og þar af 3 vítaskot. 

Karen Knútsdóttir lék sinn 100. landsleik í dag og fékk frá HSÍ viðurkenningu af því tilefni, þá skoraði Þórey Rósa Stefánsdóttir sitt 300. mark fyrir A landsliðið. HSÍ óskar stelpunum til hamingju með þessa áfanga.  

Frábær mæting var á Ásvelli í dag og um 1000 áhorfendur voru á vellinum, frítt var á leikinn í boði KFC og viljum við þakka þeim kærlega fyrir þeirra aðkomu að leiknum í dag.