A landslið kvenna | Tap geg Svíum í dag

Stelpurnar okkar mættu Svíþjóð í dag í fyrsta leik þeirra í undankeppni EM 2022 en með þeim í riðli eru Serbar og Tyrkir.

Íslenska liðið átti á brattann frá upphafi gegn ógnarsteku liði Svía í kvöld, þegar dómarar kvöldsins blésu til hálfleiks var staðan 14 – 5.
Seinni háfleikur var betri hjá landsliðinu okkar en munurinn á liðinum frá því í fyrri hálfleik of mikill til að vinna upp. Leikurinn endaði með þrettán marka sigri Svía, 30 – 17.

Markaskorarar Íslands:
Thea Imani Sturludóttir 4, Rut Jónsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Ragnheiður Júlíusdóttir 1, Sandra Erlingsdóttir 1 og Unnur Ómarsdóttir 1 mark.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 6 skot og Saga Sif Gísladóttir 2 skot.

Ísland mætir Serbíu á sunnudaginn á Ásvöllum, leikurinn hefst kl. 16:00. Arion banki ætlar að bjóða frítt á leikinn.