Ísland er neðst í sín­um und­anriðli fyr­ir Evr­ópu­mót kvenna í hand­bolta eft­ir eins marks tap gegn Sviss ytra í kvöld, 22:21, í jöfn­um og spenn­andi leik.

Ísland er því enn án stiga eft­ir þrjár um­ferðir en þetta voru fyrstu stig Sviss. Frakk­land er efst í riðlin­um með 6 stig og Þýska­land er með 4 stig.

Ísland mæt­ir Sviss að nýju í Schen­ker­höll­inni að Ásvöll­um kl. 16.30 á sunnu­dag­inn, og með því að vinna þann leik með meira en eins marks mun kemst liðið aft­ur upp í 3. sæti. Tvö efstu lið riðils­ins fara í loka­keppni EM, og liðið með best­an ár­ang­ur í 3. sæti í und­anriðlun­um sjö kemst einnig í loka­keppn­ina (í þeim sam­an­b­urði telja aðeins úr­slit gegn efstu tveim­ur liðum riðlanna).

Ísland var einu marki yfir í hálfleik í kvöld, 10:9, eft­ir að hafa mest náð þriggja marka for­skoti, 8:5. Flor­ent­ina Stanciu fór á kost­um fyr­ir aft­an góða vörn og varði 14 skot, þar af tvö víti. Á hinum enda vall­ar­ins átti Ísland hins veg­ar sömu­leiðis erfitt með að skora fram­hjá Manu­elu Brütsch, en þær Kar­en Knúts­dótt­ir, Ramu­ne Pek­ar­skyte og Sól­veig Lára Kjærnested skoruðu 3 mörk hver fyr­ir hálfleik áður en Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir kom Íslandi í 10:9.

Sviss náði svo for­yst­unni snemma í seinni hálfleik en leik­ur­inn var áfram mjög jafn. Ísland tapaði bolt­an­um of oft í sókn­ar­leik sín­um en stóð vörn­ina bet­ur. Ramu­ne Pek­ar­skyte jafnaði met­in í 19:19 þegar fimm mín­út­ur lifðu leiks en Sviss skoraði tvö næstu mörk. Sviss náði svo aft­ur tveggja marka for­skoti, 22:20, þegar rétt um hálf mín­úta var eft­ir og þá voru úr­slit­in ráðin.

Ágúst Jó­hanns­son þjálf­ari var dug­leg­ur að dreifa álag­inu á milli leik­manna og það gæti skilað sér í seinni leik þjóðanna, sem eins og áður seg­ir er á sunnu­dag­inn. Flor­ent­ina varði 21 skot í leikn­um og Kar­en Knúts­dótt­ir var marka­hæst með 6 mörk, þar af 4 úr vít­um. Sól­veig Lára Kjærnested átti góðan leik og skoraði 5 mörk.

Tekið af mbl.is.