Kvennalandsliðið tapaði í dag 38-18 fyrir Hollandi í síðari vináttulandsleik þjóðanna en leikið var í Hollandi.

Staðan í hálfleik var 22-8 fyrir Hollandi.

Holland var miklu sterkari aðilinn í leiknum og sat leikurinn í gær talsvert í íslenska liðinu. Hollenska liðið byrjaði leikinn gríðarlega vel hélt uppi miklum hraða allan leikinn sem stelpurnar réðu ekki við.

Var þetta lokapunkturinn í góðri æfingarviku landsliðsins í Hollandi þar sem það æfði með hollenska liðinu við bestu aðstæður.

Mörk Íslands skoruðu:

Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 2, Steinunn Hansdóttir 2, Rut Jónsdóttir 1 og Rakel Dögg Bragadóttir 1.

Í markinu vörðu Elín Jóna Þorsteinsdóttir 6 bolta og Hafdís Renötudóttir 1.