Stelpurnar okkur töpuðu illa gegn heimastúlkum í Makedóníu nú rétt í þessu.
Íslenska liðið hóf leikinn ágætlega og var 4-3 yfir eftir 10 mínútur, en þá tóku ágætir andstæðingar frá Makedóníu öll völd á vellinum og höfðu 5 marka forystu í hálfleik, 10-16.
Heimastúlkur höfðu tögl og haldir á leiknum í síðari hálfleik og náðu mest 11 marka forystu en stelpurnar okkar náðu aðeins að klóra í bakkann á lokamínútunum. Leiknum lauk með 8 marka sigri Makedóníu, 21-29.
Markaskorarar Íslands:
Arna Sif Pálsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Andrea Jakobsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Ragnheiður Júlíusdóttir 1 og Sigríður Hauksdóttir 1.
Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 6 skot í leiknum og Hafdís Renötudóttir varði 2.
Á morgun mæta stelpurnar okkar Azerbaijan í lokaleik sínum í riðlinum.