Í dag mættust Ísland og Slóvakía í leik um 3. sætið á 4 liða móti í Póllandi. Ísland hafði eins marks sigur eftir fjörugan og skemmtilegan leik.

Slóvakía hóf leikinn af miklum krafti og komst fljótlega 4 mörkum yfir en íslenska liðið lagaði stöðuna fyrir hlé, 15-13 fyrir Slóvakíu þegar liðin gengu til búningsklefa.

Íslensku stelpurnar jöfnuðu leikinn snemma í síðari hálfleik og komust í framhaldinu tveimur mörkum yfir, 22-20. En Slóvakar jöfnuðu leikinn fljótlega og var jafnt á öllum tölum á lokamínútunum. Það var Sunna Jónsdóttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins nokkrum sekúndum fyrir leikslok, lokatölur 26-25. Íslenska liðið endaði því í 3. sæti á mótinu.

Markaskor Íslands í leiknum:

Birna Berg Haraldsdóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Arna Sif Pálsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 2, Steinunn Hansdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Lovísa Thompson 1, Sunna Jónsdóttir 1.