A landslið kvenna | Sigur gegn Ísrael

Stelpurnar okkar léku í dag sinni fyrri leik í forkeppni HM 2023 að Ásvöllum gegn Ísrael. Jafnræði var með liðunum fyrstu 15 mínútur leiksins, þá kom góður kafli hjá íslenska liðinu og eftir 20 mínútna leik var staðan 14 – 9. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Ísrael fjögur mörk í röð og staðan þegar flautað var til hálfleiks var 18 – 15 Íslandi í vil.

Íslenska landsliðið mætti af krafti til síðari hálfleiks, eftir 15 mínútna leik var forskot Íslands komið upp í átta mörk. Það sem eftir lifði leiks var Ísland alltaf með afgerandi forustu en leikurinn endaði með 34 – 26 sigri Íslands.

Markaskorar Íslands í dag voru:
Sandra Erlingsdóttir 11, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Thea Imani Sturludóttir 5, Andrea Jacobsen 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1 og Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1 mark.
Hafdís Renötudóttir varði 4 skot og Sara Sif Helgasdóttir 1 skot.

Liðin mætast að nýju á morgun að Ásvöllum og hefst leikurinn klukkan 15:00 og frítt er inn í boði Arion banka.

Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar okkar!