Í dag lék kvennalandslið Íslands á móti landsliði Kína í Noregi. Í hálfleik var staðan 11-13 Kínverjum í vil en Ísland komst fyrst yfir í leiknum í stöðunni 18-17. Ísland lék vel í síðari hálfleik vann góðan sigur 30-24.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu:

Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Arna Sif Pálsdóttir 5, Steinunn Hansdóttir 4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Lovísa Thompson 1, Perla Rut Albertsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 18 skot, þar af 1 vítaskot.

Íslenska landsliðið leikur svo á móti landsliði Noregs á fimmtudaginn klukkan 15:00 í Telenor Arena.