Stelpurnar okkar sigruðu í dag Færeyjar 24-16 í öðrum leik liðsins í undankeppni HM en leikið er í Færeyjum.

Staðan í hálfleik var 9-5 Íslandi í vil.

Stelpurnar léku gríðargóðan varnarleik í leiknum og skóp hann sigurinn. Sóknarleikurinn hikstaði á köflum en um leið og liðið keyrði upp hraðan slitnaði á milli liðanna.

Mörk Íslands í leiknum:

Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Steinunn Hansdóttir 3, Karen Knútsdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1 og Sunna Jónsdóttir 1.

Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 12 bolta í markinu og Guðný Jenný Ásmundsdóttir 2.

Á morgun mætir liðið Makedóníu kl.16.00 og ráðast þar úrsltitin hvaða lið komast í umspil um laus sæti á HM á næsta ári.