Það var frábær stemning í Schenker höllinni þegar að Ísland og Svíþjóð mættust í í annað sinn á þremur dögum. Eftir góða frammistöðu íslenska liðsins í fyrri leik liðanna þá mættu stelpurnar okkar ákveðnar til leiks, staðráðnar að næla í sigurinn sem þær svo sannarlega áttu skilið á fimmtudag. Spilamennska liðsins í upphafi leiks lofaði líka góðu og það stefndi í hörkuleik á ný. Stelpurnar léku góða vörn með Hafdísi í miklu stuði fyrir aftan vörnina. Stelpurnar okkar höfðu undirtökin framan af fyrri hálfeik án þess þó að ná að slíta frábært lið Svía langt frá sér sem náðu svo yfirhöndinni um miðbik fyrri hálfleiks. Þær sænsku fóru með þriggja marka forystu inn í leikhlé, 13-16. Í síðari hálfleik bættu gestirnir í og léku við hvern sinn fingur á meðan að allur vindur virtist fara úr leik íslenska liðsins. Þrettán marka tap var niðurstaðan en það má taka margt jákvætt úr leik íslenska liðsins frá þessum tveimur leijkum við Svía. Stelpurnar sýndu á stórum köflum hvers þær eru megnugar, framtíðin er björt.

Markaskorarar og varðir boltar koma hér innan skamms.