A landslið kvenna | Leikjadagskrá undankeppni EM 2024

Búið er að tilkynna leikdaga A landsliðs kvenna í undankeppni EM 2024 en dregið var í gær í riðla fyrir undankeppnina. Dregið var í átta riðla og fara tvö lið áfram í hverjum þeirra auk þess sem fjögur lið sem enda í þriðja sæti fá einnig sæti á EM 2024 sem fram fer í Ungverjalandi, Sviss og Austurríki í lok næsta árs.

Leikjadagskrá A landsliðs kvenna er eftirfarandi:
11. október 2023: Ísland – Luxemborg
14. október 2023: Færeyjar – Ísland

28. febrúar 2024: Ísland – Svíþjóð
2. mars 2024: Svíþjóð – Ísland

3. apríl 2024: Luxemborg – Ísland
7. apríl 2024: Ísland – Færeyjar