A landslið kvenna | Leikdagur í Þórshöfn

Stelpurnar okkar leika í dag sinn fyrri vináttulandsleik gegn Færeyjum. Eftir að liðið kom sér vel fyrir í Þórshöfn í gær var haldið á æfingu í Höllinni í Skála þar sem liðið leikur fyrri leik sinn í dag. Flautað er til leiks kl. 17:00 í dag og verður leiknum streymt á live.hsf.fo, síðari viðureignin verður leikin í Klakksvík á morgun og hefst kl. 16:00.