Stelpurnar okkar sóttu Þýskaland heim í leik sem var síðasti leikur Þjóðverja fyrir HM á heimavelli sem hefst næskomandi föstudag.

Það var því troðfull höll og mikil stemmning sem beið þeirra í Dresden. Liðin skiptust á að skora til að byrja með og var jafnt á öllum tölum allt þar til að Þjóðverjar sigu fram úr og náðu þriggja marka forystu, 7 – 4, á 11. mínútu. Þýska liðið náði svo fimm marka forskoti skömmu seinna sem hélst meira og minna út hálfleikinn. Hálfleikstölur 17 – 12 Þjóðverjum í vil.

Stelpurnar voru ákveðnar í að koma sterkar til leiks í seinni hálfleik en þeim tókst ekki að snúa leiknum sér í vil heldur jók þýska liðið jafnt og þétt við forskotið út seinni hálfleikinn og náði mest fjórtán marka forystu.

Lokatölur Þýskaland 32 – Ísland 19.

Markaskorar Íslands:

Andrea Jacobsen 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 1, Stefanía Theodórsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 1.

Markmenn Íslands:

Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 7 skot þar af tvö víti og Hafdís Renötudóttir varði 2 skot.

Stelpurnar taka æfingu í fyrramálið, ferðast svo til Slóvakíu eftir hádegismat og spila tvo vináttulandsleiki við heimamenn, fyrst á mánudag kl. 16.30 og svo aftur á þriðjudag kl. 16.00.