Stelpurnar okkar léku fyrsta vináttuleikinn af tveimur við Japan í Danmörku í dag. Liðið hélt þar með áfram að þróa sinn leik þrátt fyrir að hafa lokið keppni í undankeppni EM á laugardag. Það er skemmst frá því að segja að japanska liðið reyndist sterkari aðilinn í dag, leiddi í hálfleik 9-13 og náðu að halda forystunni allt til loka þrátt fyrir áhlaup frá stelpunum okkar um miðbik seinni hálfleiks þegar að munurinn varð aðeins eitt mark, 18-19. En nær komst íslenska liðið ekki og lokatölur 23-25 Japan í vil.

Liðin mætast aftur á morgun kl. 14.00 að íslenskum tíma.

Áfram Ísland!