A landslið kvenna vann góðan tveggja marka sigur á Slóvakíu ytra í dag, góður varnarleikur og hraðaupphlaup lögðu grunninn að sigrinum.

Stelpurnar okkar náðu góðum tökum á leiknum strax í byrjun og var nánast allan fyrri hálfleikinn 3-4 mörkum yfir. Liðið spilaði sterka 5-1 vörn og skoruðu fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum eða hraðri miðju. Staðan í hálfleik var 16-11 fyrir þær íslenska liðið.

Leikurinn var í jafnvægi framan af síðari hálfleik en þegar 3 mínútur voru til leiksloka náðu Slóvakar að minnka muninn niður í 2 mörk. Þá tók Axel Stefánsson leikhlé sem skilaði góðu marki og í framhaldinu sigldu stelpurnar okkar sigrinum í höfn, lokatölur 28-26.

Markaskorarar Íslands:

Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Helena Rut Örvarsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1.

Hafdís Renötudóttir varði 12 skot í íslenska markinu.

Liðin mætast aftur á morgun kl. 16.00.



Stelpurnar okkar voru að vonum glaðar eftir sigurinn gegn Slóvakíu. #stelpurnarokkar #handbolti

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on