Ísland og Japan mættust öðru sinni á jafn mörgum dögum í Danmörku í dag. Stelpurnar okkar voru ákveðnar að kvitta fyrir tapið í gær (23-25) og byrjuðu af krafti og náðu forystu sem hélst út hálfleikinn. Staðan í leikhlé var 13-9 fyrir Ísland. Í þeim seinni náði Japan góðum kafla og þegar um 20 mínútur lifðu af leiknum komst japanska liðið einu marki yfir, 14-15. En stelpurnar okkar sýndu karakter, snéru taflinu við, Hafdís lokaði markinu og sigurinn íslenskur. Loktatölur 19-16.

Hafdís Renötudóttir átti stórleik í markinu með 25 skot varin. Atkvæðamestar voru svo Arna Sif Pálsdóttir með 6 mörk, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Steinunn Hansdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir með 3 mörk hvor.

Þar með eru leikmenn og þjálfarateymi komið í langþráð frí eftir veturinn. Um að gera að njóta áður en næsta tímabil hefst.

Við minnum á miðasölu fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM 2019 hjá karlaliðinu. 

Ísland – Litháen miðvikudaginn 13. júní kl. 20.00 í Laugardalshöll. Mætum í bláu, fyllum Höllina og styðjum strákanna alla leið inn á HM 2019.

Áfram Ísland!